
Athygli er vakin á að lágmarksorlof iðn- og tæknifólks eru 25 virkir dagar, eða orlofslaun upp á 10,64%.
Starfsmaður sem hefur starfað í 3 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 27 daga eða orlofslaunum sem nema 11,59%.
Starfsmaður sem hefur starfað í 3 ár hjá sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 29 daga eða orlofslaunum sem nema 12,59%.
Starfsmaður sem hefur starfað í 5 ár hjá sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 30 daga eða orlofslaunum sem nema 13,04%.
Sá sem öðlast hefur rétt til 29 virkra orlofsdaga glatar honum ekki þótt hann skipti um vinnustað.
Athugið að um lágmarksrétt er að ræða. Þetta kemur ekki í veg fyrir að samið sé um betri kjör.