Þrettán nýsveinar í bakaraiðn

Þréttán nýsveinar í bakaraiðn útskrifuðust á dögunum úr Hótel- og matvælaskólanum. Fleiri hafa ekki þreytt sveinspróf frá árinu 2000. Að þessu sinni voru í hópnum sjö karlar en sex konur. Frá þessu er greint á vef Veitingageirans en þar er nemendalistinn birtur:

  • Birg­ir Fann­ar Sig­urðar­son – Alm­ar bak­ari
  • Darri Dór Orra­son – Reyn­ir bak­ari
  • Finn­ur Guðberg Ívars­son Prigge – Kök­ulist og Bláa lónið
  • Guðbjörg Ósk Andrea­sen Gunn­ars­dótt­ir – Brikk
  • Gunn­ar Jök­ull Hjalta­son – Mos­fells­bakarí
  • Hekla Guðrún Þrast­ar­dótt­ir – Hyg­ge
  • Kar­en Guðmunds­dótt­ir – Gulli Arn­ar
  • Lovísa Þórey Björg­vins­dótt­ir – Bæj­ar­bakarí
  • Matt­hild­ur Ósk Guðbjörns­dótt­ir – Gulli Arn­ar
  • Mika­el Sæv­ars­son – Kalla bakarí Akranesi
  • Óli Steinn Steinþórs­son – Gæðabakst­ur
  • Pálmi Hrafn Gunn­ars­son – Ikea
  • Sunn­eva Kristjáns­dótt­ir – Sand­holt

Haft er eftir Haraldi Árna Þorvarðarsyni, fagstjóra bakaradeildar Hótel- og matvælaskólans, að framtíðin sé björt. „Við erum bjartsýn á framtíðina í bakaraiðninni og hlökkum til að sjá fleiri nemendur nýta sér þau fjölbreyttu tækifæri sem greinin býður upp á.“