Hátíðarstemmning á baráttudegi verkalýðsins

Óhætt er að segja að hátíðarstemmning hafi ríkt í Reykjavík á 1. maí, baráttudegi verkalýðsins. Veðrið lék við íbúa höfuðborgarsvæðisins sem gengu fylktu liði í kröfugöngu frá Skólavörðuholti niður á Ingólfstorg þar sem útifundur var haldinn. Lúðrasveit verkalýðsins lék við hvurn sinn fingur en ræður fluttu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflinigar og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.

Úlfur Úlfur og Bríet fluttu tónlistaratriði.

Að fundinum loknum var félagsfólki í Fagfélögunum boðið til kaffihlaðborðs á Stórhöfða 31. Þar var margt um manninn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Fagfélögin þakka félagsfólki fyrir samveruna um land allt þann 1. maí.

Myndir frá hátíðarhöldunum í Reykjavík má sjá hér fyrir neðan.