Í dag fundaði samninganefnd iðnaðarmanna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vegna endurnýjun kjarasamninga félaganna. Á fundinum var farið yfir stöðu mála, næstu skref í viðræðunum og hvernig mögulegt væri að ýta málum áfram af meiri krafti. Í kjölfar umræðna á fundinum ákváðu iðnaðarmenn í kjölfar fundarins að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara í dag og á morgun. Er það fyrst og fremst gert til þess að koma meiri festu á viðræðurnar undir verkstjórn Ríkissáttasemjara. Er það von samninganefndar iðnaðarmanna að með þessu komist meiri skriður á þær viðræður sem framundan eru sem leiði til þess að kjarasamningar verði undirritaðir.