Framundan er golfmót á Norðurlandi fyrir félagsmenn iðnaðarmannafélaganna, félagmenn aðildarfélaga Rafiðnaðarsambandsins eru þar á meðal að sjálfsögðu. Mótið fer fram laugardaginn 31. ágúst á Jaðarsvelli á Akureyri. Mæting á mótið er kl. 12:00. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á skrifstofa@gagolf.is og taka ber fram frá hvaða félagi viðkomandi er auk þess þarf að skrá maka ef hann spilar líka. Þeir sem vilja spila saman verða að taka það fram við skráninguna.

Mótsgjald er kr. 5.000 og innifalið í því er teiggjöf, spil á vellinum og matur að loknu spili. Vegleg verðlaun verða í boði!

Veitt verða verðlaun fyrir: höggleik án forgjafar, punktakerfi, nándarverðlaun, lengsta teighögg og einnig verður dregið úr skortkortum. Það eiga því allir möguleika á verðlaunum en fyrst og fremst verður þetta mikil skemmtun!