Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB s.l. 24 mánuði miðað við úthlutun.

Skráningum á biðlista er almennt raðað upp í þeirri röð sem þær berast og virkjast þegar greiðsla staðfestingargjalds er frágengin. Undantekning er að þær skráningar sem berast fyrir 31. júlí 2018 fara í pott og verður þeim sem þá hafa skráð sig raðað í númeraröð með úrdrætti.

Hver eru tekju– og eignamörkin
Bjarg starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir. Í lögunum eru tilgreind tekju-og eignamörk ásamt viðmiði um greiðslubyrði leigu, skulu árstekjur leigjenda almennra íbúða ekki nema hærri fjárhæð en:

5.105.000 kr. ári (eða 425.417 kr. á mánuði) fyrir hvern einstakling

7.148.000 kr. á ári (eða 595.667 kr. á mánuði) fyrir hjón og sambúðarfólk

1.276.000 kr. á ári (eða 106.333 kr. á mánuði) fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu.

Hámarks heildareign heimilis má ekki vera hærri en 5.510.000 kr.

Greiðslubyrði leigu skal að jafnaði ekki fara 25-30% af heildartekjum leigutaka að teknu tilliti til húsnæðisbóta.