HVAÐ ER MATVÍS?

MATVÍS er félag iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, þ.e.a.s. bakara, kökugerðarmanna, framreiðslumanna, kjötiðnaðarmanna, matreiðslumanna, nema og annara sem starfa við framreiðslu,

GILDIN OKKAR

Að vinna að aukinni starfsmenntun á því sviði er sambandið tekur til bæði að því er snertir iðnnám, framhaldsnám, svo og aðra starfsþjálfun og fræðslustarfsemi hverskonar.

SAMEIGINLEGUR SJÚKRASJÓÐUR

Tryggjum félagsmönnum gagnkvæm réttindi í veikinda og slysatilfellum, m.a. með aðild að sameiginlegum sjúkrasjóði.

DAGPENINGAR OG STYRKIR

Athugið að allir styrkir eru framtalsskyldir. Styrkir eru ekki greiddir afturvirkt þ.e. þeim skal framvísa á því ári sem að úttekt fer fram.

07.ágú 2020

Aðalfundur

Aðalfundur MATVÍS ( matvæla-og veitingafélags Íslands ) verður haldinn í 2F Húsi fagfélaganna Stórhöfða 31. Þriðjudaginn 08. September  n.k kl. 16.00.  Gengið inn Grafarvogsmegin. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál.

Lesa meira

21.júl 2020

ÁVÍSUN Á FRÁBÆRT SUMAR

Við bjóðum félagsmönnum að kaupa ferðaávísun sem tryggir gistingu á góðu verði í sumar, í samstarfi við íslensk hótel og gistiheimili. Skráðu þig á orlofsvef félagsins á matvis.is og skoðaðu frábær tilboð á mörgum af betri hótelum og gistiheimilum landsins. Kauptu ferðaávísun og njóttu Íslands á sérkjörum. Við niðurgreiðum gistinguna um 20% af valinni upphæð að …

Lesa meira

01.júl 2020

Sumarlokun

Skrifstofum í Húsi fagfélaganna verðu lokað vegna sumarleyfa frá 20. júlí til 4. ágúst.  Umsóknir um styrki hjá MATVÍS, sem greiðast eiga í júlí þurfa að berast eigi síðar en 16 júlí.  Í neyðartilfellum er hægt að ná í starfsmann á veffanginu matvis@matvis.is.

Lesa meira

28.maí 2020

Orlofsuppbót

Orlofsuppbót fyrir árið 2020 er kr. 51.000 og skal greiðast eigi síðar en 1. júní.

Lesa meira

04.apr 2020

Lokun orlofshúsa og íbúða MATVÍS vegna COVID 19 ástandsins. „Hlýðum Víði“

Á upplýsingafundi almannavarna í gær 1. apríl sagði Víðir eftirfarandi: „Stéttarfélög hafa spurt almannavarnir hvort eigi að hætta við að leigja út bústaði, afturkalla bústaði. Víðir segir að slíkum fyrirspurnum hafi öllum verið svarað játandi.“ Vegna þessa hefur stjórn MATVÍS ákveðið að  loka og afturkalla allar leigur á orlofshúsum og íbúðum frá 6 apríl  til  …

Lesa meira