HVAÐ ER MATVÍS?

MATVÍS er félag iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, þ.e.a.s. bakara, kökugerðarmanna, framreiðslumanna, kjötiðnaðarmanna, matreiðslumanna, nema og annara sem starfa við framreiðslu,

GILDIN OKKAR

Að vinna að aukinni starfsmenntun á því sviði er sambandið tekur til bæði að því er snertir iðnnám, framhaldsnám, svo og aðra starfsþjálfun og fræðslustarfsemi hverskonar.

SAMEIGINLEGUR SJÚKRASJÓÐUR

Tryggjum félagsmönnum gagnkvæm réttindi í veikinda og slysatilfellum, m.a. með aðild að sameiginlegum sjúkrasjóði.

DAGPENINGAR OG STYRKIR

Athugið að allir styrkir eru framtalsskyldir. Styrkir eru ekki greiddir afturvirkt þ.e. þeim skal framvísa á því ári sem að úttekt fer fram.

20.nóv 2018

Sumarhús á Spáni. Nýtt fyrirkomulag.

Opnað verður fyrir útleigu á sumarhúsinu á Spáni mánudaginn 3. desember kl. 09.00 Nú gildir „fyrstur kemur fyrstur fær“ kerfið.  Athugið að það þarf að klára pöntunina þ.e. að greiða með korti. Sjá reglur um orlofshús.

Lesa meira

10.nóv 2018

Jólaball

Að þessu sinni ætlar MATVÍS og GRAFÍA að halda sameiginlegt jólaball þann 2.desember á Hótel Sögu, Súlnasal kl. 13.00 -15.00. Langleggur og Skjóða mæta ásamt jólasveinum og skemmta börnum með ævintýrum, söng og dans. Skráning fer fram á matvis@matvis.is eða í síma 580 5240 Skráningu lýkur þriðjudaginn 27.nóvember.  

Lesa meira

15.okt 2018

Afhending sveinsbréfa.

Afhending sveinsbréfa fyrir þá sem tóku próf í maí s.l. fer fram á Gullteig Grand Hótel  miðvikudaginn 17. október n.k. og hefst kl. 14.00

Lesa meira

08.okt 2018

Launakönnun MATVÍS

Núna stendur MATVÍS í samvinnu við Gallup fyrir kjarakönnun meðal félagsmanna sinna og gríðalega mikilvægt er að við leggum öll okkar lóð á vogarskálarnar til að könnunin verði marktæk. Það ber að hafa í huga að þessi könnun mun á engan hátt vera rekjanlega til einstakra félagsmanna og er hún hugsuð til að hægt sé …

Lesa meira

01.okt 2018

Ásbjörn hlaut silfurverðlaun á EuroSkills í Búdapest

Ásbjörn Eðvaldsson hlaut silfurverðlaun á EuroSkills í Búdapest, hann keppti í rafeindavirkjun og hlaut 710 stig sem er framúrskarandi árangur, 6 keppendur tóku þátt í greininni. Átta keppendur frá Íslandi tóku þátt í EuroSkills, sem fór fram dagana 26.-28. september og allir sem einn stóðu sig mjög vel. Íslenski hópurinn fékk þrjár viðurkenningar fyrir framúrskarandi …

Lesa meira