HVAÐ ER MATVÍS?

MATVÍS er félag iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, þ.e.a.s. bakara, kökugerðarmanna, framreiðslumanna, kjötiðnaðarmanna, matreiðslumanna, nema og annara sem starfa við framreiðslu,

GILDIN OKKAR

Að vinna að aukinni starfsmenntun á því sviði er sambandið tekur til bæði að því er snertir iðnnám, framhaldsnám, svo og aðra starfsþjálfun og fræðslustarfsemi hverskonar.

SAMEIGINLEGUR SJÚKRASJÓÐUR

Tryggjum félagsmönnum gagnkvæm réttindi í veikinda og slysatilfellum, m.a. með aðild að sameiginlegum sjúkrasjóði.

DAGPENINGAR OG STYRKIR

Athugið að allir styrkir eru framtalsskyldir. Styrkir eru ekki greiddir afturvirkt þ.e. þeim skal framvísa á því ári sem að úttekt fer fram.

20.nóv 2019

Samningur undirritaður við sveitarfélögin

MATVÍS, Samiðn og VM undirrituðu nýjan kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga sem gilda á frá 1. nóvember 2019 til 31. mars 2023. Helstu atriði samninganna eru: Hækkun launa 1. nóvember 2019 hækka laun um kr. 17.000 1. apríl 2020 hækka laun um kr. 24.000 1. janúar 2021 hækka laun um kr. 24.000 1. janúar 2022 hækka …

Lesa meira

14.nóv 2019

Skrifað undir við SÍS

Í gær (13 nóv) var skrifað undir nýjan kjarasamning við Samband Íslenskra Sveitafélaga. Samningurinn verður kynntur þeim félagsmönnum sem falla undir samninginn á næstunni.

Lesa meira

04.okt 2019

Viðræður við sveitafélög

Lítil hreyfing hefur verið í viðræðunum vegna endurnýjunar kjarasamninga við ríki og sveitarfélög. Búið er að vinna margvíslega undirbúningsvinnu þannig að það ætti ekki að taka langan tíma að ljúka samningum ef þeir komast á skrið. Leggja sveitafélögin mikið uppúr því að klára stærri félögin á undan okkur iðnaðarmönnum og skýrir það hægaganginn í vðræðum.

Lesa meira

30.sep 2019

Opnað fyrir leigu á Spáni

Þriðjudaginn 1. október verður opnað fyrir leigu á sumarhúsi félagsins á Spáni. Opnað verður kl. 9,00

Lesa meira

02.sep 2019

LÝSA – rokkhátíð samtalsins

LÝSA – rokkhátíð samtalsins fer fram í Hofi á Akureyri dagana 6.-7. september næstkomandi. Iðnfélögin verða á staðnum með áhugaverð innlegg í umræðuna. Þetta er kjörið tækifæri til að ræða málin í skemmtilegu umhverfi. Hvetjum félagsmenn til þess að kíkja á þessa áhugaverðu samkomu. Dagskrá LÝSU má sjá með því að smella á hlekkinn hér …

Lesa meira