Starfsmaður sem unnið hefur einn mánuð eða lengur hjá sama launagreiðanda skal teljast fastráðinn starfsamaður og skal þá uppsagnarfrestur af beggja hálfu vera einn mánuður.
Fyrsta mánuðinn er enginn uppsagnarfrestur.

Uppsagnarfrestur þeirra, sem unnið hafa eitt ár, en skemur en tvö ár hjá sama launagreiðanda skal vera tveir mánuðir og þeirra , sem unnið hafa tvö ár eða lengur hjá sama launagreiðanda, þrír mánuðir.

Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur og miðast við mánaðarmót.
Uppsögn skal vera skrifleg og gerð á sama tungumáli og ráðningarsamningur viðkomandi.

Starfslok.
Sé starfsmanni sagt upp, eftir a.m.k. 10 ára starf hjá sama fyrirtæki, er uppsagnarfrestur fjórir mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára, 5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára og 6 mánuðir þegar hann er orðinn 63 ára. Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.