Frá 1.2. 2024 til 1.5.2024 gildir:

Starfsfólk á 8 tíma vöktum skal fá tvo kaffitíma, samtals 35 mín, sem teljast til vinnutíma. Starfsfólk á lengri vöktum skal auk þess fá kaffitíma, sem svarar 5 mín, fyrir hverja klst, og skulu þeir teknir með einu samfelldu kaffihléi.

Eftir 1.5.2024 gildir: 

Greidd neysluhlé verða tekin upp í vaktavinnu eingöngu. Á 8 klst. vakt eru greidd neysluhlé 30 mínútur, en 45 mínútur á 12 klst. vakt. Neysluhlé eru hlutfallslega styttri standi vaktir skemur.