Opnað verður fyrir bókanir orlofseignar félagsins á Flórída mánudaginn 2. september. Tímabilið sem þá verður hægt að bóka er frá 1. september 2025 til 28. febrúar 2026. Þannig verður meðal annars hægt að bóka húsið um jólin og áramót 2025.
Reglan fyrstur kemur – fyrstur fær gildir um bókanir á Flórída. Hægt er að bóka sólarhring í senn en hámarkslengd leigu er þrjár vikur.
Hringja þarf á skrifstofuna til að bóka. Síminn er 5 400 100.