Þrjú námskeið í boði í maí

Þrjú námskeið á sviði matvæla- og veitingagreina Iðunnar fræðsluseturs stendur félagsfólki til boða í maímánuði.

Þann 10. maí er námskeið í brýningu hnífa. Markmið námskeiðsins er að þjálfa tækni þátttakenda í að brýna hnífa með japanskri aðferð. Farið er yfir mismunandi tegundir hnífa, egg, hörku og bit. Þátttakendur koma með eigin hnífa sem þeir brýna með steini og slípimassa þannig að þeir bíti vel og standist raksturspróf. Unnið er með 15 – 20 cm langa hnífa og best er að nota japanska hnífa. Brýningarsteinn fylgir með námskeiðinu.

Þann 15. maí er á dagskrá ljósmyndasnámskeið fyrir fagfólk í matvæla og veitingagreinum. Námskeið ætlað þeim sem hafa áhuga á að bæta færni sína í ljósmyndun á iPhone síma eða einfalda myndavél. Áhersla á mikilvægi þess að taka vandaðar myndir fyrir markaðsefni eða bara Instagram síðuna.

Loks er á dagskrá 21. maí námskeið í leiðtogahæfni. Markmiðið námskeiðsins er að auka skilning og hæfni stjórnenda og stafsfólks til að skapa og innleiða leiðtogamenningu. Það ríki traust, jákvætt hugarfar, vellíðan og allir hafi tækifæri til að njóta sín. Með velvild og stuðningi aukum við starfsánægju og minnkum líkur á langtíma veikindum og kulnun. Um leið aukum við árangur og samkeppnishæfni.

Óhætt er að hvetja félagsfólk til að skrá sig.