
Spennandi og fróðleg námskeið eru venju samkvæmt á dagskrá á veitinga- og matvælasviði Iðunnar á nýrri önn. Hér fyrir neðan má sjá þrjú næstu námskeið. Í febrúar eru önnur þrjú námskeið á dagskrá og eitt í mars.
Félagsfólk er hvatt til að nýta sér þessi námskeið til að auka þekkingu sína og færni. Athygli er vakin á að félagið niðurgreiðir námskeiðin, svo þátttökugjald fyrir félagsfólk er mjög hóflegt.
Grænt, vænt og vegan með Ylfu
Hugsað fyrir hvern þann sem starfar við matreiðslu
- Lengd: 4 klst.
- Verð til aðila Iðunnar 6.500 kr.
- Hefst 20. jan. kl. 15:00.
- Kennari: Ylfa Helgadóttir
Grunnnámskeið í kokteilum
Skemmtilegt námskeið í samvinnu við Barþjónaklúbb Íslands
- Lengd: 3,5 klst.
- Verð til aðila Iðunnar 5.000 kr.
- Hefst 21. janúar kl. 18:00.
Námskeið í fæðuofnæmi
Markmiðið er að efla þekkingu auka skilning á viðfangsefninu
- Lengd: 6 klst.
- Verð til aðila Iðunnar 6.500 kr.
- Hefst 28. janúar kl. 15:00.
- Kennari: Valdís Axfjörð Snorradóttir