
Skráningarfrestur á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla- og veitingagreinum er til og með 17. janúar næstkomandi. Á mótinu er keppt í matreiðslu, kjötiðn, bakstri og framreiðslu. Upplýsingar um keppni í hverju fagi má sjá ef smellt er á hlekkina hér fyrir framan.
Mótið fer fram helgina 7-9. febrúar. „Mótið í ár verður stórglæsilegt og til mikils að vinna en undanfarin ár hafa sigurvegarar keppna á mótinu hér heima verið landi og þjóð til sóma í keppnum erlendis,“ segir í frétt á vef Iðunnar fræðsluseturs.
Sigurvegarar hljóta fallegan bikar og keppnisrétt fyrir Íslands hönd í keppnum erlendis. Að auki hljóta allir keppendur þátttökuverðlaun og í verðlaunaafhendingunni sunnudaginn 9.febrúar verða dregin út vegleg útdráttarverðlaun sem allir keppendur eiga möguleika á að hljóta óháð árangri.
„Við hvetjum ungt fólk af öllum kynjum til þátttöku á Íslandsmótinu. Hvert og eitt ykkar skiptir máli sem fyrirmynd í faginu.“
Nánari upplýsingar veitir Steinn Óskar Sigurðsson, leiðtogi matvæla- og veitingagreina hjá Iðunni. Netfangið hans er steinn@idan.is.