Sigurvegarar á Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina

Daníel Árni Sverrisson (framreiðsla), Andrés Björgvinsson (matreiðsla) og Ásbjörn Geirsson (kjötiðn) eru voru krýndir Íslandsmeistarar í sínum fögum á Íslandsmóti nema og ungsveina í veitingagreinum fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi um helgina.

Átján keppendur tóku þátt í matreiðsku, fimm í framreiðslu en tveir í kjötiðn. Sigurvegarar fengu bikar og fá keppnisrétt fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum matreiðslukeppnum.

Keppendur þreyttu bæði skrifleg og verkleg próf.

Á vef Veitingageirans er fjallað ítarlegar um keppnina.

MATVÍS óskar sigurvegurum til hamingju með árangurinn. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá keppninni.