Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg

Óhætt er að segja að tímamót hafi orðið í gær þegar MATVÍS skrifaði undir kjarasamning við Reykjavíkurborg. Unnið hefur verið að þessum áfanga lengi hjá félaginu.

Reykjavíkurborg rekur fjölmörg mötuneyti, þar sem fólk í okkar greinum starfar. Þar sem samningur hefur náðst á milli aðila getur þessi hópur nú gengið í sitt fagfélag.