
Fram undan eru spennandi í matvæla- og veitingagreinum hjá IÐUNNI fræðslusetri. Félagsfólk er hvatt til að skrá sig á námskeiðin og auka þannig þekkingu sína.
23. nóvember í Reykjavík og 6. desember á Akureyri:
Hátíðar paté og grafið kjöt
Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði við bæði patégerð og að grafa kjöt. Farið er yfir helstu þætti sem snúa að framleiðslunni, t.d. val og snyrting hráefna, val á kryddum og vinnsluaðferða. Innifalið í námskeiðinu er það hráefni sem snýr að hverjum þætti námskeiðsins. Þetta námskeið hentar öllum þeim sem vilja öðlast aukna innsýn í mismunandi vinnsluþætti kjötvara. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum.
Námskeiðið er einnig kennt 6. desember á Akureyri – skráning hér.
27. nóvember:
Kanntu brauð að baka?
Vinnusmiðja í brauð- og sætabrauðsbakstri með Remy Corbert
Á námskeiðinu fer Remy Corbert á sinn einstaka hátt yfir mismunandi áferðir, bökunnar tækni og hönnun við súrdeig og rúlluð deig, helguð Viennoiserie eða „pâtisseries viennoises“ eins og þessi franska aldargamla aðferð er oftast kölluð.
Remy Corbet er virtur og margverðlaunaður bakari. Hann er yfirþjálfari og meðlimur í norska bakaralandsliðinu sem meðal annars vann gullverðlaun 2019 á Scandinavia cup og lenti í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í bakstri „Coupe du Monde de la Boulangerie“ í París 2022.
Þitt eigið jólakonfekt
Tvö námskeið 1. og 2. desember í Húsi Fagfélaganna:
Skemmtilegt námskeið í konfektgerð með Ólöfu Ólafsdóttur
Farið verður í mismunandi aðferðir og tækni við gerð konfekts sem þátttakendur nýta sér við útfærslur á sínu eigin konfekti. Meðal annars er fjallað um:
- Temprun á súkkulaði
- Fyllingar
- Samsetningu á mismunandi tegundum af konfekti
- Hjúpun