
Fagfélögin vekja athygli á almennum launahækkunum sem komu til framkvæmda um áramótin, vegna kjarasamnings Fagfélaganna við Samtök atvinnulífsins. Það launafólk sem er á eftirágreiddum launum ætti að sjá hækkunina á næsta launaseðli. Launin hækka um 3,5% en að lágmarki um 23.750 krónur.
Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum.
Skorað er á launafólk að fylgjast með að þessar breytingar skili sér í launaumslagið. Ekki hika við að hafa samband við kjaradeild Fagfélaganna ef einhverjar spurningar vakna. Síminn er 5400100.