Kjarakönnun MATVÍS í gangi

Mikilvægur liður í þjónustu MATVÍS er að veita félagsfólki upplýsingar um kjarasamningsbundin réttindi og markaðslaun. Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins sér þessa dagana um framkvæmd könnunar um kjör félagsfólks MATVÍS. Félagsfólki hefur borist tölvupóstur og SMS-skilaboð vegna þessa.

Í könnuninni er spurt um laun í september, auk annarra þátta. MATVÍS mun nýta niðurstöðurnar til að geta gefið félagsfólki sínu betri upplýsingar um markaðslaun innan félagsins. Þín þátttaka skiptir miklu máli svo hægt sé að ná sem bestum upplýsingum um kjör félagsfólks.

Vinningar fyrir þátttöku
Örfáar mínútur tekur að svara könnuninni. Nöfn fimm þátttakenda verða dregin út þegar könnun verður yfirstaðin. Þeir munu vinna helgarleigu í orlofshúsum félagsins, utan sumar- og páskatímabila, að eigin vali.

Með fyrir fram þökk,
MATVÍS.