Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla og veitingagreinum 2024 fer fram í Hótel og matvælaskólanum þann 2. nóvember. Mótið er fyrir þau sem fædd eru á þessari öld en viðkomandi má ekki hafa útskrifast innan seinustu tveggja ára.
Skráningarfrestur er til 15. október.
Allar nánari upplýsingar gefur Steinn Óskar Sigurðsson, leiðtogi matvæla og veitingagreina hjá Iðunni fræðslusetri, í netfangi steinn@idan.is.
Sjá nánar á vef Iðunnar, en þar er hægt að skrá sig til leiks.