Íslandsmót nema og ungsveina

Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla- og veitingagreinum fer fram helgina 7.-9. febrúar 2025. Allir ungsveinar og nemar á samningi, sem fæddir eru árið 2000 eða seinna hafa keppnisrétt, hafi þeir ekki keppt í lokakeppni EuroSkills áður.

  • Stigahæsti ungsveinninn í hverri grein verður krýndur „Íslandsmeistari 2025“ og stigahæsti neminn verður krýndur „Nemi ársins 2025“.
  • Íslandsmeistarar í bakstri, matreiðslu og framreiðslu keppa fyrir Íslands hönd á EuroSkills í Herning í Danmörku 9. -13. september 2025.
  • Íslandsmeistari í kjötiðn keppir fyrir Íslands hönd á Euro Skills special edition í Sviss í október 2025.
  • Tveir stigahæstu matreiðslu og framreiðslu nemarnir sem fæddir eru 2001 eða seinna, og eru enn á námssamningi, munu keppa fyrir Íslands hönd í Norrænu nemakeppninni í Silkiborg í Danmörku 25. -27. apríl 2025.

Auk þess að keppa fyrir íslands hönd í keppni erlendis fá allir sigurvegar fallegan bikar og á sjálfri verðlaunaafhendingunni verða dreginn út sérstök vegleg útdráttarveðlaun sem allir keppendur eiga möguleika á hljóta óháð árangri í keppnunum.

Skráningarfrestur er til og með 17. janúar. Skannið QR-kóðann hér að neðan til að skrá ykkur.