Innritun í bakstur, framreiðslu og matreiðslu

Opnað hefur verið fyrir innritun í bakstur, framreiðslu og matreiðslu í Hótel- og matvælaskólanum fyrir vorönn 2025. Opið verður til 30. nóvember.

Nemendur sækja um rafrænt í gegn um menntagátt, miðlægt umsóknarkerfi og nota til þess rafræn skilríki. 

Öllum umsóknum sem uppfylla ekki inntökuskilyrði námsins eða berast ekki á réttum tíma verður umsvifalaust hafnað.

Nánari upplýsingar hjá framkvæmdastjóra Hótel- og matvælaskólans, Haraldi Sæmundssyni frá kl. 9:00 til 15:00 alla virka daga á netfanginu: haraldur.saemundsson@mk.is