Hvetur nýsveina til að leita ævintýra

Hekla Guðrún Þrastardóttir, nýsveinn í bakstri, fór á Erasmus+ styrk til Vínarborgar og starfaði þar í frönsku handverksbakarí, Parémi, í miðborginni. Hún segir frá þessari reynslu sinni í nýjasta hlaðvarpi Iðunnar; Augnablik í iðnaði.

Hekla Guðrún dvaldi í Vínarborg í fjóra mánuði og líkaði vel lífið í borginni en hún stefnir á að flytja til borgarinnar núna á nýju ári. „Það var frekar snemma sem ég hugsaði að ég væri til í að vera þarna og það voru allir af vilja gerðir til að hjálpa mér. Þau buðu mér vinnu og ég fer og byrja að vinna í byrjun janúar,“ segir Hekla Guðrún sem hlakkar til ævintýranna framundan.

Hún hvetur aðra nýsveina til að leita ævintýra með Erasmus+ áætluninni.

Hlaðvarpið má heyra hér.