Heimsmót ungra bakara fór fram á Íslandi

Landssamband bakarameistara (LABAK) hélt nú í byrjun júní heimsmót ungra bakara. Mótið var haldið í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Þetta var í fyrsta sinn sem mótið fer fram á einhverju Norðurlandanna.

Sjö lið frá sjö löndum tóku þátt, að því er fram kemur í frétt á vef LABAK. Þáttökulöndin voru auk Íslands Kína, Spánn, Svíþjóð, Unghverjaland og Þýskaland.

Svíar urðu hlutskarpastir í keppninni en í liðinu voru þau Mithalda Jacob, Julia Holmqvist og Mattias Jogmark. Spánn varð í öðru sæti en Frakkar hnepptu bronsið.

Bernd Kutscher var yfirdómari en fram kemur að afar mjótt hafi verið á munum í efstu fimm sætunum.

Að auki hlutu Ungverjar verðlaun sem nýliðar, kínverskaliðið var verðlaunað fyrir afar glæsilegt sýningarstykki en íslenska liðið fékk sérstök verðlaun fyrir hugarfar og áræðni. Íslenska liðið var skipað þeim Guðrúnu Þrastardóttur, Stefaníu Malen Guðmundsdóttur og Stefáni Bachmann.

Afar vel þótti takast til en keppnin hefur verið haldið frá árinu 1972. Meðfylgjandi mynd er fengin að láni frá LABAK, en þar má lesa nánari umfjöllun um mótið.