
Fjögur námskeið í matvæla- og veitingagreinum er á dagskrá Iðunnar fræðsluseturs fyrrihluta aprílmánaðar. Óhætt er að hvetja félagsfólk til að kynna sér þessi námskeið og skrá sig ef áhugi er fyrir hendi.
Næstu námskeið
Þetta námskeið er fyrir alla barþjóna og kokteila áhugafólk sem vil læra af sjálfum heimsmeistaranum í „Flair“, Michael Moreni, að leika listir sýnar á barnum.
Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriðin í „Flair“ barmensku og hvernig á að bera sig að á réttan hátt án þess að hægja á afgreiðslunni.
Einnig verður farið í hvernig hægt er að bæta við persónulegum stíl á meðan þú smíðar kokteila ásamt að útskýra hversu mikilvægt það er að lesa viðskiptavininn og skilja hvenær passar að nota „Flair“
hæfileikana og hvenær það er betra að gera það ekki.
Bartækni fyrir IBA – World Cocktail Championship með Serge Guillou. Námskeið fyrir barþjóna og allt áhugafólk um kokteila-keppnir.
Markmið:
- Skilja IBA stigatöflur
- Læri að búa til hina fullkomnu rútínu á meðan fylgt er stigaskilyrðum
- Innleiða skilvirkustu og hraðvirkustu uppsetninguna fyrir framkvæmd innan 7 mín.
Sætt og skapandi masterclass námskeið með eftirrétta meistaranum og Netflix stjörnunni Juan Gutierrez. Um er að ræða þriggja daga meistaranámskeið þar sem eftirréttir og desertkökur eru í aðalhlutverki. Á námskeiðinu verður lagður ítarlegur, faglegur grunnur en áhersla er lögð á verklegar æfingar sem hjálpa þér að öðlast trausta færni og sjálfstraust í eftirréttagerð, hvort sem þú starfar á veitingastað eða í bakaríi. Viltu gera gott enn betra?
masterclass námskeið með súkkulaði sérfræðingnum og Netflix stjörnunni Juan Gutierrez.
Um er að ræða tveggja daga meistaranámskeið þar sem súkkulaði leikur aðalhlutverkið. Á námskeiðinu öðlast þú traustan og faglegan grunn sem Gutierrez byggir upp á lifandi og skemmilegan hátt. Síðan taka við verklegar æfingar þar sem þú öðlast þú öryggi, færni og ekki síst hugrekki til að gera þínar hugmyndir að ljúffengum súkkulaðiævintýrum.