Fagfélögin auka þjónustuna við landsbyggðina

Fagfélögin hyggjast í vetur hækka þjónustustig við félagsfólk VM, RSÍ, Byggiðn og MATVÍS á landsbyggðinni. Sérfræðingur úr kjarateymi Fagfélaganna verður ýmist á Austurlandi, á Skipagötu Akureyri og á Vestfjörðum þá daga sem hér eru taldir upp að neðan.

Félagsfólk er hvatt til að bóka fundi með góðum fyrirvara með því að senda póst á netfangið kjaramal@fagfelogin.is. Fulltrúinn mun þá finna heppilegan fundarstað í samráði við þann sem hefur samband.

Tilvalið er að nýta þessar heimsóknir til að ræða kjaramál, fá fræðslu eða ræða aðra þá hluti sem tengjast starfskjörum eða vinnuumhverfi.

Dagskrá heimsókna verður sem hér segir:

StaðurDagsetning
Austurland4. september
Vestfirðir24. september
Akureyri3. október
Akureyri5. nóvember
Austurland19. nóvember
Akureyri3. desember

Tekið skal fram að félagsfólki um allt land er velkomið að hafa samband við Fagfélögin hvenær sem er utan þessara tíma.