Norræna nemakeppnina í matreiðslu og framreiðslu var haldin í Phero matreiðsluskólanum í Helsinki dagana 21 og 22 apríl sl.

Í framreiðslu kepptu þær Gréta Sóley Argrímsdóttir og Alma Karen Sverrisdóttir frá Hótel Natura. Verkefni þeirra var að para saman vín við fimm rétta matseðil. Borðlagning og servéttubrot, kynna vín með matseðli, blöndun drykkja. Fyrirskurði á ananas og flúru. Blöndun drykkja og svo uppdekkningu,  og framreiðslu fimm rétta á hátíðarkvöldverð þar sem þemað var 100 ára ártíð sjálfstæðis Finna. Nemarnir í matreiðslu og framreiðslu unnu það verkefni saman m.a. að para saman matseðil og vínseðil. Eftirrétturinn var flamberaður.

Í matreiðslu kepptu þau Ásdís Björgvinsdóttir nemi á Bláa lóninu og Kristinn Gísli Jónsson nemi á Dill. Verkefni þeirra  var að matreiða heitan grænmetisrétt fyrir sex einstaklinga. Fingurfæði (finger food) fyrir 12 manns. Úrbeining og soðgerð. Matreiða fjóra rétti (mytery basket) fyrir hátíðarkvöldverðinn.

Ísland var í öðru sæti í matreiðslu og fjórða sæti í framreiðslu.

 

NN 2

 

NN 3