Kæru félagar

Búið er að koma upp „mínum síðum“ á heimasíðu MATVÍS. Hægt er að skrá sig í gegnum rafræn skilríki eða íslykill. Þar er hægt að sækja um alla styrki, orlofshús, sjá stöðu sína og hvort atvinnurekandi sé að greiða launatengt gjöld. Ég  hvet félagsmenn að kíkja þarna inn og vona að þetta muni einfalda samskipti félagsmanna við félagið.

 

Nú styttist í komandi kjarasamning. Mun MATVÍS senda út könnun fljótlega þar sem félagsmenn verða spurðir út í hvað þeim finnst að MATVÍS eigi að setja á oddinn í komandi samningum. Því meiri svörun í þeirri könnun því betur verðum við í stakk búin að koma okkur upp góðri kröfugerð.

 

Nú er verið að breyta húsnæði félagsins hérna á Stórhöfða 31. Eftir að lífeyrissjóðurinn fór af 1. hæðinni þá fluttist starfsemi MATVÍS þangað. Í kjölfarið þá seldi lífeyrissjóðurinn sinn hluta til Grafíu, Byggiðnar, FIT og Samiðnar og munu þau félög flytja í húsnæðið eftir áramót. Því er verið að breyta húsnæðinu þannig að það rúmi alla starfsemina sem mun fara hérna fram. Ég tel komu félaganna á Stórhöfðann mjög jákvæða fyrir samfélag iðnaðarmanna þar sem við erum mun sterkari saman en í sundur. Vonandi er þetta fyrsta skrefið af mörgum í frekari samvinnu.

 

Einnig eiga sér stað þó nokkrar breytingar á jarðhæðinni þar sem MATVÍS hefur beitt sér fyrir því að þarna verði hægt að koma upp æfingaraðstöðu fyrir félagsmenn okkar og landslið í öllum okkar greinum. Mun þetta vonandi styrkja okkur enn meira í keppnishaldi erlendis.

 

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson

Formaður MATVÍS.