Veitingahúsum verður leyft að hafa opið 21:00 á kvöldin, samkvæmt hertum sóttvarnarreglum, sem tekið hafa gildi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra féllst í gær á tillögur sóttvarnarlæknis um hertar aðgerðir gegn COVID-19.

Um veitingahús segir að auk þess að loka klukkan 21 skuli gætt að 10 manna fjöldatakmörkum og tveggja metra nálægðarmörkum. Áður var miðað við 20 manns. Tryggja skuli góð loftgæði og hávaða stillt í hóf, enda geti fólk gefið frá sér aukinn munnvatnsúða í andrúmsloftið ef það þarf að hækka róminn.

Þá segir að rekstraraðilar beri ábyrgða því að sameiginlegir snertifletir verði sótthreinsaðir milli einstaklinga.

Krám og skemmtistöðum skal lokað.