Skráning á póstlista

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi Matvis

Lífeyrisréttur

Frá 1. júlí 2017 hækkar framlag atvinnurekenda í lífeyrisgreiðslur til félagsmanna um 1,5% og verður 10,0%

Sumarhús sumarið 2017

Nú hefur verið úthlutað sumarhúsum vegna sumarsins 2017.  18. maí n.k. kl. 08.00 verðu síðan opnað fyrir þau tímabil sem ekki hafa farið í leigu.  Þá gildir reglan "fyrstur kemur fyrstur fær".

Laun hækka

Frá og með 1. maí 2017 hækka laun um 4,5%
Hér má sjá nýja kaupskrá
Hér er launatafla fyrir fjögurra ára nám og hér fyrir þriggja ára nám.  

Nánar...

Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu

Norræna nemakeppnina í matreiðslu og framreiðslu var haldin í Phero matreiðsluskólanum í Helsinki dagana 21 og 22 apríl sl.

Í framreiðslu kepptu þær Gréta Sóley Argrímsdóttir og Alma Karen Sverrisdóttir frá Hótel Natura. Verkefni þeirra var að para saman vín við fimm rétta matseðil. Borðlagning og servéttubrot, kynna vín með matseðli, blöndun drykkja. Fyrirskurði á ananas og flúru. Blöndun drykkja og svo uppdekkningu,  og framreiðslu fimm rétta á hátíðarkvöldverð þar sem þemað var 100 ára ártíð sjálfstæðis Finna. Nemarnir í matreiðslu og framreiðslu unnu það verkefni saman m.a. að para saman matseðil og vínseðil. Eftirrétturinn var flamberaður. 

Nánar...