11.feb 2019

Nýtt símkerfi hjá MATVÍS

Nýtt símkerfi hefur verið tekið í notkun í húsakynnum MATVÍS á Stórhöfða 31. Eftirleiðis verður öllum símtölum svarað í móttöku og þaðan send til einstakara aðila. Þá höfum við líka fengið nýtt símanúmar, sem er 540-0100

Lesa meira

04.feb 2019

Listi uppstillingarnefndar til stjórnarkjörs 2019

Hefur verið lagður fram og má sjá hann hér 

Lesa meira

16.jan 2019

Leiga á orlofshúsum/íbúðum í sumar.

Opnað verður fyrir umsóknir á orlofshúsum/íbúðum sumarið 2019,  1. febrúar og er umsóknarfrestur til 28. febrúar. Úthlutað verður eftir punktakerfi 1. mars n.k.  Tímabil 30. maí til 31. ágúst Verð pr. viku er kr. 24.000

Lesa meira

15.jan 2019

Orlofshús um Páska

Leigutími 17. – 24.  apríl. Opnað fyrir umsóknir 14. janúar og opið til og með 11. febrúar. Úthlutað eftir punktakerfi 12 febrúar. Verð 24.000

Lesa meira

15.jan 2019

Uppstillinganefnd

Ágætu MATVÍS félagar Innan félagsins starfar uppstillinganefnd sem hefur það hlutverk að stilla upp mönnum í stjórn og aðrar trúnaðarstöður félagsins. Hér eru starfsreglur nefndarinnar. „Stjórn og trúnaðarráð MATVÍS skal kjósa þrjá menn í uppstillingarnefndnefnd til að gera tillögur um stjórn og önnur trúnaðarstörf félagsins. Í störfum sínum skal nefndin tryggja það að allar deildir …

Lesa meira

04.des 2018

Íslandsmót iðngreina 2019

Dagana 14.-16. mars 2019 mun fara fram Íslandsmót iðngreina í Laugardalshöllinni. Af því tilefni mun MATVÍS leita af okkar hæfustu ungu einstaklingum til að verða fulltrúar Íslands í EuroSkills 2020 sem fara mun fram í Graz í Austurríki. 

Lesa meira

30.nóv 2018

Kjaraviðræður iðnaðarmannafélaganna og SA hafnar

Fulltrúar iðnaðarmannafélaganna, VM, RSÍ, MATVÍS, GRAFÍU, Samiðn og Félags hársnyrtisveina, hafa í dag fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Kröfur iðnaðarmannafélaganna voru lagðar fram vegna yfirstandandi viðræðna um endurnýjun kjarasamninga sem renna úr gildi þann 31. desember næstkomandi. Iðnaðarmannafélögin leggja upp í viðræður með skýr markmið að leiðarljósi. Tryggja verður áframhaldandi kaupmáttaraukningu launa, breyta verður taxtakerfi …

Lesa meira

28.nóv 2018

Niðurstöður kjarakönnunar

MATVÍS fékk Gallup til að framkvæma kjarakönnun meðal félagsmanna. Niðurstöður könnunarinnar eru gott hjálpartæki fyrir félagið og kemur til með að nýtast vel við endurskoðun á gildandi kjarasamningum. Niðurstöður könnuninnar má nálgast hér    

Lesa meira

27.nóv 2018

Desemberuppbót 2018

Full Desemberuppbót árið 2018 er kr. 89.000 og skal hún greiðast eigi síðar en 15. Desember.

Lesa meira

26.nóv 2018

Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema- umsókn

Forkeppni í Íslandsmóti matreiðslu- og framreiðslunema verður haldin miðvikudaginn 9. janúar 2019.  Þú getur sótt umsóknareyðublað hér.

Lesa meira

Fleiri greinar