31.maí 2019

Hvað á húsið að heita ?

MATVÍS, Samiðn – Samband iðnfélaga, Félag iðn- og tæknigreina, Byggiðn – Félag byggingamanna, Rafiðnaðarsamband Íslands og GRAFÍA stéttarfélag hafa ákveðið að vinna náið saman að baráttumálum iðnaðarmanna. Því eru þessi félög að flytja í eitt hús á Stórhöfða 31. Markmiðið með því að vera saman í húsnæði er að samþætta starfsemi félaganna með bættri þjónustu til hagsbóta fyrir félagsmenn sína. Okkur …

Lesa meira

21.maí 2019

Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning MATVÍS-SA

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning MATVÍS-SA lauk kl. 12 á hádegi í dag. Niðurstöður liggja því fyrir og eru eftirfarandi: Á kjörskrá voru 1.682, atkvæði greiddu 476 eða 28,30% Já sögðu 374 eða 78,6% Nei sögðu 68 eða 14,3% Tek ekki afstöðu 34 eða 7,1% Samningurinn telst því samþykktur

Lesa meira

16.maí 2019

GOLFMÓT

Golfmót iðnfélaganna fer fram þann 8. jjúníi 2019 á Hólmsvelli í Leiru ( Leirunni ). Ræst verður út kl. 9.00.  Skráning fer fram með rafrænum htti og hægt er að nálgast skráningarform á heimasíðum félaganna. Skráning hér

Lesa meira

09.maí 2019

Helstu atriði nýs kjarasamnings iðnaðarmanna.

Helstu atriði samningsins má finna hér , english version here and polish version here   Glærukynning á samninginum eru hér   Undirritaður kjarasamningur er hér   Hér er hlaðvarp þar sem Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, fer yfir helstu atriði kjarasamninga iðnaðarmanna sem undirritaðir voru 3. maí 2019. Hlaðvarp.   Atkvæðagreiðslan hefst föstudaginn 10. maí 2019, kl. 12:00 …

Lesa meira

06.maí 2019

Félagsfundur

MATVÍS boðar til félagsfundar miðvikudaginn 8. maí n.k. kl. 15,00 Fundurinn verður í húsakynnum félagsins á Stórhöfða 31, gengið inn Grafarvogsmegin. Efni:  Kynning á nýgerðum kjarasamningi.

Lesa meira

03.maí 2019

Skrifað undir kjarasamning við SA

Samflot iðnaðarmanna skrifaði undir kjarasamning við SA klukkan 01.30 í nótt. Næsta verkefni er að kynna samninginn fyrir félagsmönnum og setja samninginn í kosningu. Stefnt er að hafa kynningarfund í næstu viku um samninginn og verður hann auglýstur fljótlega.   Undirritaður samningur (smella hér)

Lesa meira

30.apr 2019

Staða kjaraviðræðna

Staða kjaraviðræðna er á afar viðkvæmu stigi í dag en Samninganefnd samflots iðnaðarmanna hefur setið á fundum með Samtökum atvinnulífsins síðustu daga. Eðli máls samkvæmt er ekki hægt að upplýsa um efnisatriði en viðræður hafa þokast í rétta átt. Unnið er að textagerð eins og staðan er núna. Samningsaðilar eru að reyna til þrautar að …

Lesa meira

26.apr 2019

Staða kjaraviðræðna

Staða kjaraviðræðna iðnaðarmannafélagann og SA er á viðkvæmu stigi eins og sakir standa. Samningaviðræður hafa verið að mjakast og hefur verið ákveðið að hittast aftur á morgun. Ljóst er þó að hlutirnir þurfa að ganga hraðar á morgun ef samningar eiga að takast á allra næstu dögum.

Lesa meira

24.apr 2019

1. MAÍ KAFFI

Iðnfélögin Stórhöfða 31, bjóða í opið hús, að lokinni kröfugöngu og útifundi í Reykjavík, á Stórhöfða 31.  Við hvetjum félagsmenn til að mæta í kröfugönguna og koma til okkar, skoða aðstöðuna og þiggja veitingar.

Lesa meira

05.apr 2019

Staða kjaraviðræðna 5. apríl 2019

Þann 3. apríl síðastliðinn skrifuðu Landssamband íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandið undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Enn er ekki búið að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir iðnaðaramenn en formlegur fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í gær, fimmtudag. Á fundinum var farið yfir stöðu mála en næsti fundur verður haldinn um miðja næstu viku.

Lesa meira

Fleiri greinar